Í bréfi, sem hann sendi Framkvæmdastjórn ESB, hvetur hann til að ESB kaupi bóluefni frá fjórum framleiðendum hið minnsta.
Í bréfinu segir hann að það sé staðföst sannfæring hans að það verði ekki hjá því komist að kaupa bóluefni fyrir 2022 og 2023, þar á meðal bóluefni sem eru framleidd með mismunandi tækni og frá mismunandi fyrirtækjum sem geta afhent bóluefnin á tilsettum tíma. Hann segir að því eigi að kaupa tvö mRNA-bóluefni og minnst tvö önnur byggð á annarri tækni.
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, sagði nýlega að hann telji að ekki dugi að bólusetja fólk einu sinni, eða tvisvar með þeim bóluefnum sem þarf að gefa tvo skammta af.
„Ef þau reynast duga í eitt ár eða eitt og hálft ár þá getur vel verið að við þurfum að gefa einn skammt til viðbótar til að viðhalda vörnum líkamans,“ sagði hann í samtali við CNBC.