fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Þýskur ráðherra vill að ESB kaupi bóluefni til endurbólusetningar gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 07:50

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, vill að ESB kaupi bóluefni gegn COVID-19 til að nota á árunum 2022 og 2023. Hugsunin á bak við þetta er að nota bóluefnin til að endurbólusetja fólk. Er þá verið að hugsa um einn skammt til að styrkja varnir ónæmiskerfisins og fríska upp á fyrri bólusetningu.

Í bréfi, sem hann sendi Framkvæmdastjórn ESB, hvetur hann til að ESB kaupi bóluefni frá fjórum framleiðendum hið minnsta.

Í bréfinu segir hann að það sé staðföst sannfæring hans að það verði ekki hjá því komist að kaupa bóluefni fyrir 2022 og 2023, þar á meðal bóluefni sem eru framleidd með mismunandi tækni og frá mismunandi fyrirtækjum sem geta afhent bóluefnin á tilsettum tíma. Hann segir að því eigi að kaupa tvö mRNA-bóluefni og minnst tvö önnur byggð á annarri tækni.

Anthony Faucisóttvarnalæknir Bandaríkjanna, sagði nýlega að hann telji að ekki dugi að bólusetja fólk einu sinni, eða tvisvar með þeim bóluefnum sem þarf að gefa tvo skammta af.

„Ef þau reynast duga í eitt ár eða eitt og hálft ár þá getur vel verið að við þurfum að gefa einn skammt til viðbótar til að viðhalda vörnum líkamans,“ sagði hann í samtali við CNBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt