fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ráðgátan vindur upp á sig – 50 lík hefur rekið á land

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 07:00

Líkbrennsla á bökkum Ganges. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum aflað upplýsinga, lögreglumenn eru á vettvangi og rannsókn er hafin. Við verðum að finna út úr hvaðan þau koma,“ segja yfirvöld í norðurhluta Indlands um þá tugi líka sem hefur rekið á land við hina heilögu á Ganges. Að minnsta kosti 50 lík hefur rekið á land.

BBC skýrir frá þessu. Lík hefur rekið á land nærri Gahmar, sem er í norðurhluta landsins, síðustu daga. BBC segir að talið sé að um lík fórnarlamba COVID-19 sé að ræða. Á mánudaginn fundust rúmlega 40 lík 55 kílómetra sunnan við Gahmar.

Lögreglan er nú að rannsaka hversu mörg lík hafa endað í GangesBBC segir að sumir indverskir fjölmiðlar segi að allt að 100 lík hafi rekið á land en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Mörg líkanna eru byrjuð að rotna mikið en það bendir til að þau hafi verið í ánni dögum saman.

PTI, sem er stærsta fréttastofa Indlands, segir að íbúar á svæðinu séu ósáttir við miklar verðhækkanir á líkbrennslu. „Það er skortur á eldiviði og öðru sem þarf til að brenna lík. Margir ættingjar neyðast því til að sökkva líkunum í ána,“ hefur PTI eftir íbúa á svæðinu.

Að auki grunar marga að yfirvöld losi sig við lík í ána. „Embættismenn eru hræddir um að smitast sjálfir og því kasta þeir líkum í ána og flýja,“ sagði íbúi á svæðinu í samtali við PTI.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist