fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Ísraelsmenn og Hamas skutu fjölda eldflauga í nótt – Segjast hafa drepið háttsetta Hamasliða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 06:59

Eldflaugum var skotið frá Gaza á Ísrael á meðan á átökunum stóð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

40 manns hafa nú látið lífið í átökum Ísraels og Palestínumanna. 100 eldflaugum var skotið á Ísrael í nótt frá Gaza. Ísraelskar orrustuþotur gerðu harðar árásir á Gaza og gerðu mörg hundruð loftárásir. 40, hið minnsta, hafa látist í átökunum sem eru þau mannskæðustu síðan 2014. 35 hafa látist á Gaza og 5 í Ísrael.

Í gærkvöldi réðust Ísraelsmenn á 12 hæða fjölbýlishús á Gaza en þar voru einnig skrifstofur Hamas, sem eru samtök harðlínumanna sem fara með völdin á Gaza. Íbúum í húsinu hafði áður verið fyrirskipað að yfirgefa það.

Ísraelsher skrifar á Twitter að í loftárásum í nótt hafi lykilmenn í leyniþjónustu Hamas verði drepnir. Þetta hefur ekki verið staðfest af Hamas.

Sameinuðu þjóðirnar vara við að allsherjarstríð geti brotist út á milli Ísraels og Palestínumanna. Þetta segir í tilkynningu frá Tor Wennesland, útsendara SÞ í Miðausturlöndum. Hann hvetur stríðandi fylkingar til að láta af eldflaugaárásum strax.

Öryggisráð SÞ fundar í dag um stöðu mála.

Ekki er að sjá að ofbeldinu fari að linna ef miða má við orðræðu leiðtoga deiluaðila. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að herskáir Palestínumenn muni „gjalda eldflaugaárásirnar dýru verði“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn