The Guardian segir að vindhviður, allt að 150 km/klst, hafi hreinlega feykt gleri úr gólfi brúarinnar. Á myndum, sem hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sést maðurinn ríghalda sér í handriði brúarinnar en allt í kringum hann eru göt þar sem gler var áður.
Maðurinn slasaðist ekki en var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi í öryggisskyni að sögn kínverskra fjölmiðla.
Í athugasemdakerfum kínverskra fjölmiðla og samfélagsmiðla hefur fólk lýst atburðinum sem martröð og spurt hefur verið hvernig hægt sé að tryggja öryggi fólks út á glerbrúm sem þessum en margar slíkar hafa verið byggðar á síðustu árum.