fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 06:00

Sjúklingur á indversku sjúkrahúsi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur vikum var 25 ára indversk kona úrskurðuð heilbrigð eftir alvarleg veikindi af völdum COVID-19. Á laugardaginn lá þessi sama kona á skurðarborði á sjúkrahúsi í Mumbai þar sem skurðlæknir fjarlægði sýktan vef úr nefi hennar. Fyrir utan beið annar skurðlæknir eftir að komast að til að fjarlægja augu hennar. „Ég verð að fjarlægja augu hennar til að bjarga lífi hennar. Svoleiðis er þessi sjúkdómur,“ sagði læknirinn, Akshai Nair, í samtali við BBC.

Sjúkdómurinn sem hann nefndi heitir Mucormycosis eða „svartur sveppur“. Þetta er hættuleg og ágeng sveppasýking sem ræðst á nef, augu og stundum heilann.

Á sama tíma og Indverjar glíma við gríðarlega erfiða stöðu vegna kórónuveirufaraldursins skýra læknar frá fjölgun Mucormycosis hjá COVID-19 sjúklingum sem hafa náð sér af sjúkdómnum eða eru á batavegi. Telja læknar að Mucormycosis, sem hefur um 50% dánartíðni, geti verið alvarleg aukaverkun af völdum stera sem eru notaðir við meðferð alvarlegra veikra COVID-19 sjúklinga. Þeir eru notaðir til að draga úr bólgu í lungum sjúklinganna og virðast koma í veg fyrir sumt af því tjóni sem getur orðið þegar ónæmiskerfi líkamans fer að berjast gegn kórónuveirusmiti. En þessir sterar, sem eru ákveðnir hormónar, skaða einnig ónæmiskerfið og hækka blóðsykurmagnið mikið hjá bæði sykursýkisjúklingum og þeim sem ekki eru með sykursýki.

Fólk deyr og missir augun

Veikburða ónæmiskerfi er talið vera ein aðalástæðan fyrir aukningu tilfella Mucormycosis hjá fólki sem er með COVID-19 eða hefur verið með sjúkdóminn. „Sykursýki veikir ónæmisvarnir líkamans, kórónuveiran veikir þær enn frekar og sterarnir eru eins og eldiviður á bálið,“ sagði Nair í samtali við BBC.

Nair starfar á þremur sjúkrahúsum í Mumbai sem eru öll undir miklu álagi vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist hafa annast rúmlega 40 COVID-19 sjúklinga í apríl sem voru með „svartan svepp“. Margir þeirra voru sykursýkisjúklingar sem höfðu náð sér af COVID-19.

Renuka Bradoo, læknir á Sion sjúkrahúsinu, sagði að á síðustu tveimur mánuðum hafi komið upp 24 tilfelli af Mucormycosis hjá sjúklingum þar. Fyrir heimsfaraldurinn hafi þau að meðaltali verið sex á ári. Af þessum 24 hefur þurft að fjarlægja augu 11 og 6 eru látnir. „Þetta er martröð ofan í faraldurinn,“ sagði hún.

Sjúkdómseinkenni Mucormycosis eru venjulega stíflað nef og blóðnasir, bólgin og aum augu, lafandi augnlok, þokukennd sjón og á endanum blinda. Eina þekkta meðferðin er að sprauta sjúklinga með ákveðnu lyfi einu sinni á dag í átta vikur. Einn skammtur af lyfinu kostar sem svarar til rúmlega 6.000 íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku

Sundurlimað lík vísindamanns fannst í ferðatösku
Pressan
Í gær

Kim Jong-un stillti sér upp með risastóran leyniskytturiffil

Kim Jong-un stillti sér upp með risastóran leyniskytturiffil
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar

Veiran sjaldgæfa sem dró eiginkonu Gene Hackman drepur þrjá til viðbótar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því

Þetta gerir hárið þitt feitara og þú tekur ekki eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum