fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Pressan

Bólusetningum í Bandaríkjunum fer fækkandi – Stór hópur er hikandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 06:59

Joe Biden hefur verið iðinn við að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa 56% fullorðinna Bandaríkjamanna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. En það er erfitt að fá þá sem eftir eru til að mæta í bólusetningu og meðal svartra íbúa í borgum landsins eru miklar efasemdir um bólusetningarnar og það sama á við um hvíta íhaldsmenn á landsbyggðinni.

Í Washington D.C. hafa 37% íbúa í Barnaby Woods, sem er hverfi vel stæðs fólks í vesturhluta borgarinnar, lokið bólusetningu en í austurhluta borgarinnar, þar sem meirihluti íbúanna er svartur og hefur lágar tekjur, er staðan allt önnur. Í mörgum hverfum í austurhluta borgarinnar hafa aðeins 10 til 12% lokið bólusetningu samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum.

Í vesturhluta borgarinnar hafa um 80% af íbúum 65 ára og eldri verið bólusettir í mörgum hverfum en í austurhlutanum hafa um 40 til 45% íbúa í þessum sama aldurshópi verið bólusettir.

Ekki hefur skort á hvatningu til borgarbúa um að láta bólusetja sig og hið flókna bókunarkerfi borgarinnar er þannig sett upp að íbúar í fátæku hverfunum njóta forgangs í bólusetningu en samt sem áður eru þeir tregir til að láta bólusetja sig. Kamala Harris, varaforseti, heimsótt fyrr á árinu bólusetningamiðstöð í austurhlutanum til að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. „Ég lofa ykkur því og segi ykkur að þetta bóluefni er öruggt. Það mun bjarga lífi þínu og lífum í fjölskyldu þinni og samfélaginu. Þetta er í okkar valdi,“ sagði hún þá meðal annars.

En það er víðar en í borgunum sem gengur illa að fá svart fólk til að mæta í bólusetningu. Í minnst 44 af ríkjunum 50 er hlutfall svartra, sem hafa verið bólusettir, undir meðaltalinu. Þetta kemur fram í greiningu Kaiser Family Foundation sem er hugveita sem einbeitir sér að heilbrigðismálum. Þetta vekur miklar áhyggjur því miklu fleiri svartir hafa hlutfallslega látist af völdum COVID-19 en fólk af öðrum kynþáttum. Í Washington D.C. eru um 46% íbúanna svartir en þegar dánartölur af völdum COVID-19 eru gerðar upp eru svartir 75% hinna látnu.

Sama staða er uppi meðal spænskumælandi Bandaríkjamanna og einnig að hluta meðal hvítra dreifbýlisbúa en hjá þeim er hægt að greina efasemdir, byggðar á pólitískum grunni, um bólusetningarnar. Margir íhaldssamir fjölmiðlar, til dæmis Fox News, hafa ýtt undir þessar efasemdir þeirra og viðhalda þeim með því að birta staðlausar fréttir um að bóluefnin hafi orðið mörg þúsund manns að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki