Handtökurnar áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að mörg hundruð manns höfðu tekið þátt í minningarathöfn um lögreglumanninn Eric Masson sem var 36 ára tveggja barna faðir.
Hann var skotinn þegar lögreglan lét til skara skríða gegn fíkniefnasölum. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að skotið hafi verið á marga lögreglumenn í aðgerðinni.
Morðið var mikið áfall fyrir íbúa Avignon en þar búa um 90.000 manns. Bærinn er einna þekktastur fyrir árlega leiklistarhátíð.