fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 07:01

Líkbrennslur eru nú ekki einskorðaðar við afmörkuð svæði eins og þessi heldur eiga þær sé einnig stað á götum úti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ástandið af völdum kórónuveirufaraldursins sé skelfilegt á Indlandi. Daglega eru mörg hundruð þúsund smit staðfest og þúsundir látast af völdum COVID-19. Álagið er mikið á líkbrennslur í landinu en þær hafa ekki undan þessa dagana. Starfsfólk þeirra segir álagið svo mikið og svo mikið um dauðsföll að tölur yfirvalda um fjölda látinna af völdum COVID-19 geti ekki verið réttar.

Í Nýju-Delí vinna starfsmenn í líkbrennslum mikla yfirvinnu þessa dagana til að reyna að anna þeim fjölda brennslna sem þurfa að fara fram. Svo mikið er álagið á heilbrigðiskerfið og líkbrennslur að starfsfólk segir að opinberar dánartölur séu víðs fjarri því að vera réttar. Vísvitandi séu þær „fegraðar“. Starfsfólk í líkbrennslum segir að fjöldi brennslna og fjöldi útfara passi engan veginn saman við opinberar dánartölur.

The Times hefur eftir starfsmanni grafreits í Uttar Pradesh, sem er fjölmennasta ríki Indlands, að á tveimur vikum hafi fjöldi jarðsetninga þrefaldast. Hann sagði að ekki væri hægt að sjá tölur um þetta í opinberum gögnum því þegar eldra fólk deyi heima hjá sér sé það ekki skráð sem dauðsfall af völdum COIVD-19.

„Ástandið hefur versnar gríðarlega mikið síðan í fyrstu viku apríl. Við höfum upplifað fjór- eða fimmföldun dauðsfalla þar sem dánarorsökin er COVID-19, það sama á við um fjölda dauðsfalla sem eru opinberlega skráð sem „ekki tengt COVID-19“, „ sagði Syed Faizi, sem stýrir grafreit múslíma í Lucknow sem er höfuðborg Uttar Pradesh. „Við sjáum mikla aukningu dauðsfalla eldra fólks. Persónulega tel ég að eldra fólkið deyi af völdum COVID-19 en þar sem það deyr heima hjá sér og sýni eru ekki tekin eru þessi dauðsföll ekki talin með,“ sagði Faizi einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm