fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 06:44

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum mjög hrifin hvort af öðru og það voru bara tveir möguleikar. Annað hvort að hætta saman eða giftast,“ sagði Bill Gates, einn auðugasti maður heims, í heimildarmynd Netflix „Inside Bill Gates: Decoding Bills Brain“ um þá ákvörðun að hann og Melinda Gates gengu í hjónaband. Ákvörðun þar sem Bill notaðist við „mælir með og mælir á móti lista“.

En eins og þau tilkynntu í síðustu viku þá er 27 ára hjónabandi þeirra nú lokið og hafa þau sótt um skilnað. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um þau síðustu daga eftir að þau skýrðu frá skilnaðinum og fortíðin hefur óspart verið rifjuð upp.

Eins og fram kemur hér að ofan þá var nálgun Bill á hjónabandinu kannski ekki sú rómantískasta sem um getur en Melinda tók þessu öllu af ró enda er Bill þekktur fyrir að hugsa „öðruvísi“ en flestir. „Bill vildi kvænast en hann vissi ekki hvort hann gæti bundið sig og um leið átt Microsoft,“ sagði Melinda í heimildarmyndinni.

En kannski þurfti Bill ekki listann um það sem mælti með og á móti hjónabandi því þegar maður er rétt rúmlega þrítugur, gríðarlega auðugur og á leiðinni á toppinn á mörgum sviðum og að auki mikill tölvunörd þá er það ekki daglegur viðburður að hitta einhvern sem passar svona vel við mann. En það var það sem gerðist hjá Bill og Melinda.

Öðruvísi frá æsku

Allt frá barnæsku hefur Bill verið öðruvísi en flestir. Hann var mikill nörd, las „ótrúlega margar bækur“ og var ekki góður í félagslegu tilliti sögðu systur hans í Netflixmyndinni.

Fjölskylda hans var vel efnuð en hann ólst upp í Seattle. Faðir hans var virtur lögfræðingur og móðir hans var þekkt fyrir mikið framlag til ýmissa félagsmála.

Það varð snemma ljóst að Bill var mjög hæfileikaríkur og hafði mikinn áhuga á stærðfræði. Hann fékk inni í Harvardháskólanum en útskrifaðist þó ekki. Eftir aðeins tveggja ára nám hætti hann til að stofna Microsoft með Paul Allen vini sínum.

Bill Gates með snjallúr frá Microsoft.

Hann var aðeins 31 árs þegar hann varð yngsti milljarðamæringur heims 1987.

Melinda, sem hét þá Melinda French, ólst einnig upp á við gott atlæti ágætlegra stæðra foreldra. Hún ólst upp í Dallas í Texas. Móðir hennar var heimavinnandi en faðir hennar var flugvélaverkfræðingur. Hún smitaðist ung af áhuga föður síns á tölvum og stundaði nám við Duke háskólann í Norður-Karólínu.

Upphafið

Þau hittust 1987. Melinda, sem er níu árum yngri en Bill, hafði nýlokið háskólanámi í tölvufræðum og MBA þegar hún var ráðin til starfa hjá Microsoft. Nokkrum mánuðum síðar hittust þau fyrir tilviljun á hádegisverðarfundi í New York. Melinda mætti of seint á fundinn og aðeins tveir stólar voru lausir. Hún settist í annan og nokkrum mínútum kom Bill og settist í hinn. Þessu skýrði hún frá í bókinni „The Moment of Lift“. Þau fóru að spjalla saman og Melinda fékk á tilfinninguna að forstjóranum litist vel á hana.

En ekkert meira gerðist en þetta spjall þeirra fyrr en nokkrum mánuðum síðar þegar þau hittust fyrir tilviljun á bílastæði. Bill bauð henni þá á stefnumót og þannig hófst samband þeirra. Móðir Melinda var ekki mjög hrifin af að dóttir hennar væri í sambandi við forstjóra Microsoft og á fyrstu mánuðum sambandsins tóku þau því ekki svo alvarlega. „Hún átti aðra kærasta og ég átti Microsoft,“ sagði Bill eitt sinn að sögn Evening Standard.

Gateshjónin á góðri stundu árið 2017. Mynd:EPA

En sambandið þróaðist og fyrrnefndur listi var gerður og úr varð að þau gengu í hjónband. Það gerðu þau á Hawaii 1994.

En áður en þau gengu í hjónaband gerðu þau kaupmála þar sem kveðið var á um að Bill mætti fara í frí einu sinni á ári með fyrrum unnustu sinni, Ann Winblad, en þau voru enn góðir vinir. Þetta sagði Bill í viðtali við Time Magazine. Hann ráðfærði sig við hana áður en hann kvæntist Melinda og veitti hún hjónabandinu blessun sína.

Erfiðleikar

Bill og Melinda eignuðust þrjú börn. Dæturnar Jennifer og Phoebe og soninn Rory. Melinda var heimavinnandi á meðan börnin voru lítil en Bill sinnti Microsoft. En þrátt fyrir að hann væri forstjóri eins stærsta fyrirtækis heims komast hann ekki hjá að sjá um uppvaskið á heimilinu og aka börnunum í skóla tvisvar í viku. Melinda hefur sagt að það hafi verið „mjög erfiður“ tími að vera með lítil börn og forstjóra stórfyrirtækis sem eiginmann og að nokkrum sinnum hafi hún verið við það að gefast upp. En þau komust í gegnum þetta og þegar börnin urðu eldri fór Melinda aftur út á vinnumarkaðinn.

Hjónin stofnuðu mannúðarsamtökin „Bill and Melinda Gates Foundation“ árið 2000 en þau beina sjónum sínum að mannúðarmálum í fátæku ríkjum heimsins.

Samtökin eiga að erfa megnið af eigum Bill og Melinda en börnin þeirra fá 10 milljónir dollara hvert. Bill er sömu skoðunar og vinur hans Warren Buffett, milljarðamæringur, að börn eigi ekki að erfa ótrúleg auðæfi. „Ég tel að það sé börnum ekki til góða að þau erfi gríðarleg auðæfi,“ hefur Bill sagt.

Ekki hefur komið fram af hverju hjónin eru að skilja, því hafa þau ekki skýrt frá. Ekki er talið að hatrammar deilur um auðæfi þeirra taki við. People segir að samkvæmt skilnaðarskjölum þá muni þau skipta auðæfunum eftir ákveðnum samningi sem hefur ekki verið birtur.

Byggt á umfjöllun The New Yorker, New York Times, CNN, Evening Standard, Netflix og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér