fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 05:22

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framburður þriggja mikilvægra vitna lagði grunninn að því að grunur norsku lögreglunnar beindist að Tom Hagen hvað varðar hvarf eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, í lok október 2018. Hann er grunaður um að hafa staðið á bak við hvarf hennar og morðið á henni en lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt þótt lík hennar hafi ekki fundist.

Í nýrri bók, Lørenskog-mysteriet sem er eftir tvo fréttamenn hjá TV2 í Noregi, kemur fram að framburður þriggja lykilvitna hafi ýtt rannsókn lögreglunnar í ákveðinn farveg. Vitnin gáfu sig fram í kjölfar blaðamannafundar lögreglunnar þann 9. janúar 2019 þar sem skýrt var frá hvarfi Anne-Elisabeth en rannsókn lögreglunnar hafði farið fram með mikilli leynd fram að því.

Það var Tom sem tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar og afhenti henni bréf með kröfu um lausnargjalds sem hann sagðist hafa fundið á heimili þeirra hjóna. Í því kom einnig fram að Anne-Elisabeth myndi hafa verra af ef hann setti sig í samband við lögregluna. Af þeim sökum fór rannsóknin fram með mikilli leynd.

En það voru ekki allir vinir Anne-Elisabeth sem trúðu því sem Tom hafði að segja um málið. Vitnin þrjú voru öll með Anne-Elisabeth í félagsskap einum. Þau hittu hana nokkrum vikum áður en hún hvarf. Eitt vitnanna sagði að hún hefði verið „niðurbrotin og döpur“. Að sögn sagði hún mörgum vinum sínum að það væru miklir erfiðleikar í hjónabandinu og að þeir ættu rætur að rekja til margra ára gamalla deilna þeirra hjóna.

Heimili Hagen-hjónanna. Mynd:EPA

Kona, sem þekkti Anne-Elisabeth um árabil, sagði lögreglunni að hún hefði aldrei áður séð vinkonu sína í ástandi sem þessu. Hún sagði að hún hafi verið særð en ákveðin. Það hafi verið eins og hún „hefði fengið nóg“ og væri reiðubúin til að sækja um skilnað.

Vitnin þrjú gátu ekki fengið það til að ganga upp að Anne-Elisabeth hefði verið rænt af óþekktum mönnum sem hefðu síðan krafist lausnargjalds. „Svo tilviljanakenndur er heimurinn ekki,“ sagði eitt vitnanna.

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Framburður þessara þriggja vitna varð síðan mikilvægur hluti af sönnunargögnunum gegn Tom Hagen sem var handtekinn fyrir rúmlega ári síðan en var látinn laus úr gæsluvarðhaldi eftir að hæstiréttur hnekkti úrskurði undirréttar um gæsluvarðhald yfir honum. Hann er þó enn grunaður í málinu.

Í bókinni kemur fram að lögreglan hafi fundið gögn frá 2012, í tölvu sem er talin hafa verið í eigu Anne-Elisabeth, varðandi umsókn um skilnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð