fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Nýtt bóluefni veitir 77% vörn gegn malaríu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 18:00

Eitrað fyrir flugum sem bera malaríu með sér á Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt bóluefni gegn malaríu gæti orðið mikilvægt vopn í baráttunni við þennan banvæna sjúkdóm sem verður um 500.000 manns, aðallega börnum, að bana árlega. Það voru vísindamenn við Oxford háskóla sem þróuðu bóluefni.

Samkvæmt frétt The Times hafa klínískar tilraunir á 450 börnum frá Búrkína Fasó sýnt að bóluefnið veitir 77% vernd gegn veirunni sem veldur malaríu. Til samanburðar má nefna að bóluefni, sem er nú á markaði, veitir aðeins 36% vernd. Nú eru umfangsmeiri tilraunir með bóluefnið að hefjast og ef það reynist veita svona góða vernd gæti það orðið mikilvægt vopn í baráttunni við malaríu segir The Times.

Ekki liggur fyrir hversu lengi bóluefnið veitir vörn en vísindamennirnir, sem þróuðu það, hvetja til að það fái markaðsleyfi sem fyrst, svipað og gert hefur verið með bóluefnin gegn kórónuveirunni. Það voru vísindamenn við Oxford háskóla sem þróuðu bóluefni AstraZeneca gegn henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í