„Þetta er óþægilegt. Þetta er löng ferð, þú kemur kannski aftur lifandi. Við neyðum engan til að fara. Bara sjálfboðaliðar,“ sagði hann.
Musk hefur viðrað hugmyndir sínar um geimferðir til Mars í um tvo áratugi. SpaceX er nú að gera tilraunir með eldflaugar og geimför sem eiga að geta flutt menn til Mars.
Musk hefur sagt að hann vonist til að geta farið sjálfur til Mars og búið þar í framtíðinni en hann hefur aldrei gefið í skyn að hann hafi í hyggju að vera meðal þeirra fyrstu sem fara til plánetunnar.
SpaceX hefur í hyggju að koma upp fastri búsetu manna á Mars en áður en af því þarf að tryggja verkefninu fjármögnun og einnig þarf að þróa mikið af þeim tæknibúnaði sem verður nauðsynlegur til að menn geti hafst þar við. Umhverfið er ekki beint vinsamlegt. Geislun er mikil og hitasveiflur eru miklar. En Musk og SpaceX halda áfram vinnu sinni við undirbúning mannaðra geimferða til Mars en á síðasta ári kynnti Musk hugmyndir sínar um að fyrstu mennirnir lendi á Mars árið 2026.