fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. maí 2021 12:00

Shakil Afridi er þriðji frá vinstri á myndinni. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tíu árum aðstoðaði pakistanski læknirinn Shakil Afridi Bandaríkjamenn við að hafa uppi á Osama bin Laden sem bandarískir hermenn skutu síðan til bana. Óhætt er að segja að Afridi hafi greitt þetta dýru verði en hann hefur nú setið í fangelsi í tíu ár og er í einangrun og mun væntanlega verða það um ókomin ár.

Hann er í einangrun í Sahiwal-fangelsinu í Pakistan. „Honum er eingöngu haldið í fangelsinu til að sýna öllum Pakistönum að maður á ekki að vinna með vestrænum leyniþjónustum,“ sagði Husain Haqqani, fyrrum sendiherra Pakistan í Bandaríkjunum, í samtali við AFP.

Það er því ljóst að pakistönsk yfirvöld hafa fundið sökudólg í Afridi hvað varðar drápið á bin Laden.

Afridi er í nær algjörri einangrun í fimm fermetra fangaklefa sínum. Eina hreyfingin sem hann fær er að ganga í hringi þar og stundum gerir hann að sögn armlyftur. Hann fær ekki að tala við neinn nema lögmann sinn og fjölskyldu. Hann fær að hafa kóraninn hjá sér en ekkert annað lesefni. Hann fær að raka sig tvisvar í viku að fangavörðum viðstöddum. Hann fær ekki að umgangast aðra fanga. Hann eyðir dögunum í að ganga um klefa sinn og biðja.

Osama bin Laden.

Fjölskylda hans fær að heimsækja hann tvisvar í mánuði en rimlar eru á milli þeirra í heimsóknartímanum. Ættingjarnir mega ekki ræða stjórnmál eða aðstæðurnar í fangelsinu við hann. Hann er því í nær algjörri einangrun frá umheiminum.

Afridi aðstoðaði að sögn CIA við að staðsetja bin Laden. Vitað var að hann væri í bænum Abbottabad en ekki nákvæmlega hvar. CIA fékk Afridi til að fara af stað með bólusetningaáætlun í þeirri von að hægt yrði að fá lífsýni úr bin Laden til DNA-rannóknar með því.

Ekki hefur komið fram hversu mikinn þátt Afridi átti í að Bandaríkjamenn gátu staðsett bin Laden. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir það en var sakfelldur fyrir að hafa stutt uppreisnarhóp fjárhagslega og hlaut 33 ára fangelsisdóm fyrir það.

Bandaríkjamenn hafa mótmælt dómnum yfir honum og árum saman hefur verið rætt um að skipta á Afridi og fanga eða föngum í Bandaríkjunum en samningar hafa ekki náðst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti