fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Pressan

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 22:30

Rauða hverfið í Amsterdam.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúar í Amsterdam í Hollandi vilja breyta ímynd borgarinnar sem ferðamannaborgar. Einn stærsti liðurinn í því er að loka „Rauða hverfinu“, sem er vændishverfi borgarinnar, og byggja þess í stað risastórt vændishús í úthverfi borgarinnar. Borgarstjórinn kynnti nýlega hugmyndir að vændishúsinu en þar á að bjóða upp á nektardans og leigja út 100 lítil herbergi til vændiskvenna.

Borgarfulltrúarnir vilja nýta tækifærið nú þegar ferðamenn fara að streyma aftur til borgarinnar að heimsfaraldrinum loknum til að breyta ímynd hennar. Þeir vilja gera upp við þær hugmyndir sem margir ferðamenn hafa um borgina, að þar blómstri vændi og kannabisneysla. Af þeim sökum vilja þeir loka Rauða hverfinu og tillaga hefur verið lögð fram í borgarstjórn um að banna sölu á kannabis til ferðamanna. Ekki stefnir þó í að sú tillaga nái fram að ganga í borgarstjórn því margir borgarfulltrúar óttast að slíkt bann verði aðeins til að styrkja glæpasamtök sem geti hagnast á ólöglegri sölu kannabis til ferðamanna.

En hugmyndin um risastóra vændishúsið nýtur meiri stuðnings. Auk vændishússins á byggingin að hýsa nokkra bari og nektardansklúbb. Verið er að skoða hugsanlega staðsetningu byggingarinnar og koma níu staðir til greina. Borgarfulltrúarnir segja að hugmyndin um vændishúsið sé liður í að breyta ímynd borgarinnar í augum ferðamanna en einnig sé þetta hugsað til að vernda vændiskonurnar. „Ef þú gengur um þröngar göturnar sérðu hópa ferðamanna standa framan við gluggana og taka myndir af útlendu konunum og hlæja að þeim,“ sagði Femke Halsema, borgarstjóri, í samtali við The Guardian en þar á hún við að í Rauða hverfinu stilla vændiskonur sér út í glugga vændishúsa og eru þar til sýnis í þeirri von að viðskiptavinir bíti á agnið. „Sem kona get ég ekki sætt mig við að það sé gert lítið úr konum á þennan hátt. Ég get ekki sætt mig við það. Þetta brýtur gegn öllum réttindum kvenna og þeim vilja okkar að auka réttindi vændiskvenna,“ sagði Halsema einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið

Bað gervigreind Elon Musk að reikna líkurnar á því að Trump sé rússneskur útsendari – Þetta var svarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra

Teslueigendur fá það óþvegið – Mála Tesla-merki og nasistatengingu við heimili þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði