Það eru því ekki miklar líkur á að hreppa hnossið en þó mun meiri en að verða fyrir eldingu eða vinna í lottói.
Ætlunin er að grisja hjörð vísunda sem er í þjóðgarðinum en hún þykir vera orðin of stór og ekki bætir úr að dýrin ganga oft um svæði þar sem merkar fornminjar er að finna og önnur svæði sem ekki þykir æskilegt að þau gangi um.
Alls bárust umsóknir frá 45.040 manns um að fá að taka þátt í verkefninu. 25 nöfn verða dregin út og haft samband við viðkomandi. Af þeim fá þeir 12, sem fyrst skila inn umbeðnum gögnum, að taka þátt í veiðunum.