Wales Online skýrir frá þessu en nú liggur niðurstaða krufningar loksins fyrir að sögn miðilsins. Fram kemur að lögreglan hafi ekki fundið neitt grunsamlegt í húsinu og engin ummerki voru um innbrot eða átök. Áfengi var fljótlega útilokað því Shanks hafði ekki drukkið áfengi í sjö ár eftir að hafa verið mikill drykkjumaður áður. Það var því í raun ekkert grunsamlegt á vettvangi sem gat skýrt andlát hans sem var samt sem áður grunsamlegt.
Krufning leiddi í ljós að hjarta hans hafði átt erfitt með að dæla blóði og að það hafi ekki verið að náttúrulegum orsökum sem hjartað átti í þessu vandræðum. Í blóði Shanks fundust leifar af lyfseðilsskyldum lyfjum, metadoni, kókaíni og morfíni og það í miklu magni. Einnig fundust leifar af kannabis.
Vinur Shanks sagðist ekki hafa neytt fíkniefna kvöldið örlagaríka og hafi ekki tekið eftir að Shanks hafi gert það. En niðurstaða dánardómsstjóra er að hann hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna.