fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Sumarhúsaglaðir Danir slá öll met – 142% aukning á bókunum á milli ára

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 17:00

Frá Danmörku. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir eru farnir að huga að sumarfríum sínum og má ætla að flestir reikni með að halda sig innanlands í sumar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta er byggt á tölum um bókanir á sumarhúsum innanlands í sumar en í lok mars voru þær orðnar 142% fleiri en á sama tíma á síðasta ári.

Búið var að bóka 85.600 vikur í sumarhúsum í júlí og ágúst af Dönum. Þetta kemur fram í tölum frá dönsku hagstofunni. Þetta vegur á móti mun færri bókunum frá Þjóðverjum sem eru yfirleitt fjölmennasti hópur leigjenda á dönskum sumarhúsum.

Ástæðan fyrir miklum samdrætti í bókunum þeirra er heimsfaraldurinn og óvissa í tengslum við hann og þær reglur sem gilda um komur ferðamanna til Danmerkur þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga