Þetta fór illa í einræðisstjórnina í Norður-Kóreu sem lét heyra í sér um helgina. Kwon Jong Gun, hjá utanríkisráðuneytinu, sagði að ummæli Biden sýni greinilega að hann ætli að reka fjandsamlega stefnu í garð Norður-Kóreu. „Forseti Bandaríkjanna gerði stór mistök. Nú þegar grundvallaratriðið í nýrri stefnu Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu er komið í ljós neyðumst við til að svara á sama hátt og í framtíðinni munu Bandaríkin lenda í mjög alvarlegum vanda,“ sagði hann.
Hann fór ekki nánar út í hvað einræðisstjórnin hefur í huga.
Reikna má með að ummælum hans sé ætlað að setja þrýsting á Biden og stjórn hans sem er enn að móta stefnu sína gagnvart Norður-Kóreu. Jen Psaki, talskona Biden, gaf í skyn á föstudaginn að Biden myndi reyna að finna einhvern milliveg á milli stefnu Donald Trump, sem fól í sér beinar viðræður við einræðisstjórnina, og stefnu Barack Obama, sem fól í sér þolinmóða nálgun og frekar afskiptalitla.