fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Norður-Kórea hefur í hótunum við Bandaríkin – „Hann gerði stór mistök“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 05:20

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Norður-Kóreu höfðu um helgina í hótunum við Bandaríkin eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði „öryggisógn“ stafa af landinu. Hann ávarpaði Bandaríkjaþing á fimmtudaginn og sagði þá að Norður-Kórea væri „alvarleg ógn við Bandaríkin og öryggi heimsins“. Hann sagðist einnig vilja vinna með bandamönnum Bandaríkjanna að því að leysa vandamálið með lýðræði og fælingarmátt að leiðarljósi.

Þetta fór illa í einræðisstjórnina í Norður-Kóreu sem lét heyra í sér um helgina. Kwon Jong Gun, hjá utanríkisráðuneytinu, sagði að ummæli Biden sýni greinilega að hann ætli að reka fjandsamlega stefnu í garð Norður-Kóreu. „Forseti Bandaríkjanna gerði stór mistök. Nú þegar grundvallaratriðið í nýrri stefnu Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu er komið í ljós neyðumst við til að svara á sama hátt og í framtíðinni munu Bandaríkin lenda í mjög alvarlegum vanda,“ sagði hann.

Hann fór ekki nánar út í hvað einræðisstjórnin hefur í huga.

Reikna má með að ummælum hans sé ætlað að setja þrýsting á Biden og stjórn hans sem er enn að móta stefnu sína gagnvart Norður-Kóreu. Jen Psaki, talskona Biden, gaf í skyn á föstudaginn að Biden myndi reyna að finna einhvern milliveg á milli stefnu Donald Trump, sem fól í sér beinar viðræður við einræðisstjórnina, og stefnu Barack Obama, sem fól í sér þolinmóða nálgun og frekar afskiptalitla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Í gær

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman