The Guardian segir að í febrúar hafi Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagt að bólusetning yrði ekki gerð að skyldu fyrir framlínustarfsfólk og að þeir sem myndu neita að láta bólusetja sig myndu fá ný störf þar sem þeir væru ekki í framlínunni. Jacinda Funnel, mannauðsstjóri tollgæslunnar, sagði að ekki hafi tekist að finna önnur störf fyrir fólkið, sem var í hlutastörfum, og hafi því þurft að segja því upp. Allt starfaði það í höfnum landsins.
Funnell sagði að það væri leitt að grípa hafi þurft til uppsagna og að tollgæslan skilji vel þá erfiðu aðstöðu sem fólkið er í. Hún sagði jafnframt að búið væri að bólusetja um 95% framlínustarfsmanna tollgæslunnar og þar af hefðu 85% lokið bólusetningu.
Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins hvílir sú skylda á öllum sem vinna í skilgreindum áhættustörfum að láta bólusetja sig og átti bólusetningum að vera lokið fyrir 1. maí. Í síðasta mánuði hótaði yfirstjórn hersins að reka þá hermenn sem neita að láta bólusetja sig.