fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Er áfengissölubann Erdogan nauðsynlegt vegna heimsfaraldursins eða er hann að troða trú sinni upp á þjóðina?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 21:00

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Tyrkir eru ósáttir við áfengissölubann sem Erodgan forseti hefur sett á samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir telja að Erdogan sé að reyna að þröngva trú sinni og lífsskoðunum upp á þá.

Bann við sölu áfengis tók gildi á fimmtudaginn og gildir í tvær og hálfa viku samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum. Þetta er að sögn gert til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar en kaupmenn og neytendur eru ekki sannfærðir og telja að Erdogan sé að nýta sér heimsfaraldurinn til að þröngva trúarskoðunum sínum upp á þá en hann er þekktur andstæðingur áfengis og tóbaks.

Stjórn Erdogan hefur áður verið sökuð um að notfæra sér heimsfaraldurinn til að koma íhaldssamri stefnu sinni í framkvæmd. Það hefur til dæmis farið illa í marga að moskur mega enn vera opnar á meðan stór hluti samfélagsins er sem lamaður vegna sóttvarnaaðgerða. Frá því að Erdogan komst til valda 2002 hefur hann margoft hækkað skatta og gjöld á áfengi og tóbak, mun meira en ætti vera miðað við verðbólguþróun í landinu.

Ríkisstjórnin ver áfengissölubannið með því að fólk eigi erfitt með félagsforðun þegar það hefur drukkið áfengi og að það skekki samkeppni að leyfa stórmörkuðum og kaupmönnum að selja áfengi þegar minni verslanir verða að hafa lokað.

Gagnrýnendur hafa bent á ósamræmi í þessu því það sama eigi til dæmis ekki við um fataverslanir.

Sumar stórverslanir hafa ákveðið að hlýða þessu banni ekki og selja enn áfengi og lítið mál er fyrir flesta að útvega sér áfengi á svarta markaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu