Ummæli Cohen féllu sama daga og lögreglan gerði húsleit á heimili Giuliani í New York. „Við vitum ekki um umfangið því Ruby er bjáni. Það er vandinn. Hann drekkur of mikið og hegðar sér svo óútreiknanlega að maður veit aldrei hvað er í tækjum hans,“ sagði Cohen í samtali við CNN og átti þar við tölvur og síma Giuliani en lögreglan er nú að rannsaka tæki hans.
Lögreglan er að rannsaka Giuliana vegna tilrauna hans til að grafa upp eitthvað misjafnt um Joe Biden og son hans, Hunter, í Úkraínu á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar stóð yfir á síðasta ári. Alríkislögreglan FBI er því að rannsaka tengslanet Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi sjálfur tekið að sér ólögleg verkefni fyrir úkraínska embættismenn.
Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, svindl með kosningafé, fyrir að ljúga að þinginu og að hafa greitt klámstjörnunni Stormy Daniels fyrir að þegja um samband hennar við Donald Trump.