fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

„Í fyrsta sinn erum við með bóluefni gegn krabbameini“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 08:00

Kate Willetts var fyrsta konan sem var bólusett gegn HPV. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að HPV-bóluefni er svo gott að hægt verður að útrýma leghálskrabbameini. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bóluefnið dregur úr líkunum á að fá leghálskrabbamein um 86%.

Danska ríkisútvarpið, DR, skýrir frá þessu. Peter Qvortrup Geisling, læknir og sérfræðingur DR í heilbrigðismálum, sagði að í fyrsta sinn værum við með bóluefni gegn krabbameini og það sé mikið framfaraskref. „Hugsið ykkur að nú erum við með bóluefni gegn krabbameini,“ sagði hann.

Susanne Krüger Kjær, sem gerði rannsóknina, sagði aðspurð að bóluefnið sé fyrsta bóluefnið sem læknar krabbamein. „Án HPV-sýkinga er ekkert leghálskrabbamein. Þess vegna hefur verið veðjað á þetta bóluefni því það er svo ótrúlega sterk tenging á milli HPV-sýkinga og leghálskrabbameins,“ sagði hún.

Rannsóknin náði til 900.000 danskra kvenna á aldrinum 17 til 30 ára. 40% þeirra voru bólusettar áður en þær urðu 17 ára. niðurstöðurnar sýna að bóluefnið veitir 86% vernd ef bólusett er fyrir 17 ára aldur. Ef bólusett er á milli 17 og 19 ára aldurs veitir það 68% vernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður