fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 14:00

Kosningar eru frumforsenda lýðræðis. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn birti bandaríska Manntalsstofan, U.S. Census Bureau, niðurstöður nýs manntals. Manntalið ræður hvernig þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er skipt á milli ríkjanna og því höfðu margir beðið spenntir eftir að niðurstöður manntalsins yrðu opinberaðar.

Samkvæmt manntalinu þá verða Texas, Flórída og Norður-Karólína meðal þeirra ríkja sem fá flest þingsæti í fulltrúadeildinni. Þetta getur hugsanlega komið sér vel fyrir Repúblikana og aukið líkurnar á að þeir nái meirihluta í deildinni í kosningunum á næsta ári.

Texas fær tvö þingsæti til viðbótar. Flórída, Norður-Karólína, Colorado, Montana og Oregon fá eitt sæti til viðbótar hvert ríki. Á móti missa New York, Kalifornía, Illinois, Michigan, Ohio, Pennsylvania og Vestur-Virginía eitt sæti hvert ríki.

Kyle Kondi, sérfræðingur í kosningamálum hjá University of Virgina, sagði að miðað við þessa nýju skiptingu vænti hann þess að Repúblikanar bæti við sig nokkrum þingsætum. Þeir þurfa að bæta við sig fimm sætum til að ná meirihlutanum af Demókrötum.

Þingsætum er úthlutað á 10 ára fresti þegar manntal er gert. Einnig er kjörmönnum, sem koma við sögu í forsetakosningunum, úthlutað á grundvelli manntalsins.

Eins og svo oft þegar tölfræði á í hlut þarf ekki að muna miklu til að breytingar verði. Ef New York hefði haft 89 íbúa til viðbótar hefði ríkið ekki misst þingmann en það hefði Minnesota hins vegar gert.

Samkvæmt manntalinu eru íbúar Bandaríkjanna tæplega 331,5 milljónir. Þeim fjölgaði um 7,4% á einum áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum