Hún fannst raunar 2012 en það var ekki fyrr en nýlega sem hún var viðurkennd sem sérstök tegund. Það var Rebecca Goodwin, prófessor í líffræði við Piedmont College, sem áttaði sig á að hér var um nýja tegund að ræða. „Hún er með skjöld að framan og silfraðan maga. Þetta eru mjög fallegar köngulær,“ hefur Daily Mail eftir henni.
Bit köngulóa af þessari tegund jafnast á við að vera stunginn af býflugu að sögn sérfræðinga. Kvendýrin eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en karldýrin. Köngulærnar fela sig í holum og teygja sig út úr þeim eftir bráð sinni. „Þær eyða allri ævinni í sömu holunni og bíða eftir að bráð komi,“ hefur Daily Mail eftir Frank Ridgley.
Kvendýrin geta orðið allt að tuttugu ára en karldýrin lifa ekki svo lengi. Þau verða kynþroska á sjöunda ári og fara þá að leita að maka. Þau drepast síðan eftir að hafa makast.