fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Þetta er meðal þess sem fólk gleymir í sumarbústöðum – Kynlífsleiktæki og tengdamamma

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 05:23

Margvísleg kynlífsleiktæki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir njóta þess að fara í sumarbústað til að fá tilbreytingu frá amstri hversdagsleikans og hlaða batteríin. En það kemur fyrir að fólk gleymi hlutum í bústöðunum sem eru oftar en ekki teknir á leigu.

Þetta gerist einnig hjá frændfólki okkar í Danmörku en þar er mjög mikið um að fólk leigi sér sumarbústað og hefur það færst mikið í vöxt eftir að heimsfaraldurinn skall á enda ekki svo auðvelt að fara eitthvað út fyrir landsteinana. Samhliða þessu hafa eigendur sumarbústaðanna upplifað sannkallaða sprengingu í fjölda óskilamuna, muna sem fólk gleymir eða kannski skilur eftir af ásettu ráði þegar það yfirgefur bústaðina.

Meðal þessara muna eru auðvitað sjampó, leikföng og bækur. En samkvæmt nýlegri samantekt útleigufyrirtækisins DanCenter þá eru það einnig hinir óvenjulegustu og undarlegustu hlutir sem fólk gleymir. Fyrirtækið tók saman lista yfir óvenjulegustu hlutina sem leigjendur hafa skilið eftir í bústöðum.

„Fólk gleymir öllu mögulegu. En inn á milli gleymast hlutir sem skera sig úr og maður man eftir,“ hefur BT eftir Palle Pallesen, hjá DanCenter í Blåvand. Hann sagði að eitt það óvenjulegasta sem hann muni eftir sé þegar gestur, sem var farinn á brott, hringdi og sagðist hafa gleymt gervifæti sonarins. „Það var gervifótur í skáp í sumarbústaðnum,“ sagði Pallesen. Starfsfólk DanCenter pakkaði honum vel inn og sendi til eigandans með pósti. Í annað sinn gleymdi leigjandi gervitönnunum sínum þegar haldið var heim á leið. Starfsfólkið fann þær á náttborðinu.

Fyrirtækið hefur samband við leigutaka þegar þeir gleyma einhverju í bústöðunum en það er ekki alltaf gefið að leigjendurnir vilji kannast við munina, þeir geta verið of persónulegir. „Einu sinni fundum við tösku fulla af kynlífsleikföngum. Leigjandinn vildi ekki kannast við hana, hún sagði raunar að sér væri misboðið,“ sagði Pallesen.

Hann sagðist einnig muna eftir einu tilfelli þar sem tengdamanna gleymdist í bústaðnum. Fjölskyldan hafði pakkað saman og fór síðan að skila lyklinum og ganga frá leigunni. Tengdamamman settist á bekk á meðan og síðan ók restin af fjölskyldunni á brott og skildi hana eftir. Fjölskyldan var á tveimur bílum og í báðum bílunum hélt fólk að tengdamamma væri í hinum bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu

Tíu létust í hryðjuverkaárás í New Orleans – Vitni lýsa hrollvekjandi aðkomu
Pressan
Fyrir 4 dögum

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós

4 ára stúlka spurði ókunnugan mann hvort hún mætti fá mynd af honum – Síðan kom leyndarmál hans í ljós