BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að kortið sé frá 2003 en þá var James að taka sín fyrstu skref í NBA-deildinni með Cleveland Cavaliers, hann var þá 18 ára.
Nú leikur hann með Los Angeles Lakers og er talinn vera besti leikmaður deildarinnar og meðal þeirra bestu í sögunni.
BBC segir að aldrei áður hafi safnarakort selst fyrir viðlíka upphæð. Til samanburðar má nefna að í síðasta mánuði seldist kort með mynd af Kobe Bryant á sem svarar til um 250 milljóna íslenskra króna. Það var frá fyrsta tímabili hans í NBA.
Talsmaður PWCC Marketplace, sem er stór sölusíða safnarakorta, segir að verðið á kortinu stýrist af því að aðeins 23 voru gerð á sínum tíma og að eftirspurnin eftir þeim aukist með hverjum degi.