Lee, sem á heiðurinn af að hafa gert Samsung að stærsta framleiðanda farsíma og minniskorta í heiminum, lést 25. október síðastliðinn 78 ára að aldri.
Eignir hans voru metnar á 2.100 milljarða íslenskra króna en meðal þeirra eru hlutabréf í mörgum af dótturfyrirtækjum Samsung. Erfingjar hans þurfa því að greiða rúmlega helming andvirði eigna hans í erfðaskatt til suður-kóreskra skattyfirvalda.
Vel hefur verið fylgst með hvernig erfingjarnir ætluðu að takast á við þennan skatt því þetta hefði getað endað með að þeir missti tökin á Samsung en þar fer fjölskyldan með ráðandi hlut. En henni tókst að forða því en ekki liggur enn fyrir hvernig fjölskyldan mun greiða erfðaskattinn sem er einn sá hæsti í sögunni á heimsvísu. Sérfræðingar reikna með að lán verði tekin til að greiða skattinn og að fjölskyldan muni selja hluta af hlutabréfum sínum.
Fjölskyldan tilkynnti einnig í gær að hún ætli að gefa góðgerðasamtökum, sem vinna að heilbrigðismálum, sem svarar til 115 milljarða íslenskra króna.