fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Bjóða ferðamönnum ókeypis bólusetningu gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 07:45

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur ríki eru byrjuð að slaka á sóttvörnum og opna fyrir komur ferðamanna. Víða er gerð krafa um að ferðamenn framvísi bólusetningarvottorði, niðurstöðu sýnatöku eða staðfestingu á að þeir séu með mótefni gegn kórónuveirunni og víða þurfa þeir að fara í sóttkví við komuna. En önnur ríki ganga lengra í tilraunum sínum til að laða ferðamenn til sín.

Þar á meðal er Alaska í Bandaríkjunum. Að sögn Independet ætla yfirvöld í ríkinu að bjóða öllum ferðamönnum ókeypis bólusetningu frá 1. júní. Mike Dunleavy, ríkisstjóri, segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af að fara erindisleysu því nóg sé til af bóluefnum. Ferðamenn geta valið á milli bóluefna frá Pfizer/BioNTech og Moderna.

New York Times segir að hvað varðar bólusetningu íbúanna hafi 40% íbúa Alaska fengið einn skammt af bóluefni og þriðjungur hafi lokið bólusetningu. Blaðið gagnrýnir fyrirhugaðar bólusetningar ferðamanna og segir að nær væri að Alaska sýni samstöðu með þeim ríkjum Bandaríkjanna sem eru skemur á veg komin í bólusetningum.

Tilboðið um ókeypis bólusetningu gildir fyrir alla ferðamenn sem koma til flugvallanna í Anchorage, Juneau, Ketchikan og Fairbank.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað