Albert Bourla, forstjóri fyrirtækisins, skýrði frá þessu í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. Fram kom að vísindamenn fyrirtækisins vonist til að lyfið geti komið í veg fyrir að COVID-19 smit þróist á alvarlegan hátt og þannig verði hægt að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.
Pfizer, sem þróaði mótefni gegn kórónuveirunni í samstarfi við BioNTech, hóf tilraunir með nýja lyfið í mars.