fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þetta mega Kínverjar ekki fá að vita um Óskarsverðlaunin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samkvæmt viðeigandi lögum og reglum þá finnst þessi síða ekki.“ Þetta eru skilaboðin sem kínverskir netnotendur fá ef þeir reyna að leita sér upplýsinga um Chloe Zhao sem var valinn besti leikstjórinn á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudaginn.

Zhao, sem er 39 ára Kínverji, varð þar með fyrst kvenna af öðrum kynþætti en þeim hvíta til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn. Kvikmynd hennar, Nomadland, var valin besta kvikmyndin.

Zhao er fædd í Kína og ólst þar upp til 14 ára aldurs en þá flutti hún til Bandaríkjanna. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ekki skýrt frá sigri hennar og færslum á samfélagsmiðlum um sigurinn hefur verið eytt af ritskoðurum kommúnistastjórnarinnar.

Á Weibobloggsíðunni var birt færsla um sigurinn en henni var eytt nokkrum klukkustundum síðar. 14 milljónir fylgjast með þessari síðu. Sky News skýrir frá þessu.

Það skilaði engu fyrir netnotendur að nota myllumerkið Chloe Zhao valin besti leikstjórinn því þá birtist bara eftirfarandi texti: „Samkvæmt viðeigandi lögum og reglum þá finnst þessi síða ekki.“

Chloe Zhao leikstjóri Nomadland. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Douban, sem er vinsælt app meðal kvikmyndaáhugafólks, bannaði leit að „Nomadland“ og sagði að ekki væri hægt að birta niðurstöðurnar og væri það í samræmi við „viðeigandi lög og reglur“. Grein um Zhao á WeChat, sem er aðalsamskiptaforrit Kínverja, var einnig eytt. Notendur fóru þó fram hjá þessu og notuðu bara skammstöfunina „zt“ sem stendur fyrir kínverska nafn Zhao, Zhou Ting, til að geta rætt málið.

Ef nafn hennar er slegið inn á Weibo birtast bara ótengdar niðurstöður frá því fyrr í mánuðinum. Ef leitað er að „Oscars“ birtast bara opinberar færslur frá sendiráðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Zhao fékk Golden Globe verðlaunin í mars en þá var hún einnig valin besti leikstjórinn. Sigur hennar kom af stað umræðum í Kína um hvort hægt sé að segja hana kínverska því hún hafi móðgað fósturjörðina með ummælum um stjórnmálakerfið þar.

Hefja átti sýningar á Nomadland í Kína þann 23. apríl en þær eru ekki enn hafnar og kínversk kvikmyndahús vita ekki hvort og þá hvenær myndin verður sýnd.

Kommúnistaflokkurinn stjórnar internetinu í Kína og stundar öfluga ritskoðun. Vestrænum tæknifyrirtækjum á borð við Google, Facebook og Twitter er ekki heimilt að starfa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn