fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Telur öruggt að Harry prins og Meghan skilji – Þetta er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 05:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins og Meghan Markle hafa varla farið fram hjá neinum á síðustu misserum enda yfirleitt ekki nein lognmolla í kringum þau eða samband þeirra við bresku konungsfjölskylduna. En það er svo sem ekkert leyndarmál að ekki eru allir sannfærðir um að hjónaband þeirra verði mjög langlíft.

Meðal þeirra sem telja að hamingjan endist ekki að eilífu er Lady Colin Campbell sem hefur meðal annars skrifað bókina „Meghan & Harry: The Real Story“. Í viðtali við PageSix dró hún ekki dul á skoðun sína á framtíð hjónanna. Hún á ekki von á að hjónabandið verði langlíft. „Harry og hún verða ekki lengi saman. Um leið og hún varð hertogaynja af Sussex byrjuðu höfuð að fjúka,“ sagði Campbell og hélt áfram: „Hún hefur algjörlega misst tengslin við raunveruleikann. Hún froðufellir þegar nafn mitt er nefnt en hún getur ekkert gert því ég geri ekkert rangt út frá lagalegu sjónarmiði,“ sagði Campbell sem er að sögn sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar.

Hún sagði jafnframt að Meghan sé illa þokkuð í öllu Breska samveldinu og að ekki hafi dregið úr hatrinu eftir viðtal hjónanna við Oprah Winfrey nýlega.

„Hún gat ekki haldið kjafti. Harry féllst á viðtalið því hann vissi að sumt væri ekki hægt að staðfesta. Hann var ekki ánægður með þetta því hann vissi að þetta var ekki satt. Þau giftu sig ekki þremur dögum fyrir stóra brúðkaupið. Það er munurinn á staðreyndum og skáldskap,“ sagði Campbell.

Hún ræddi einnig um möguleika Harry á að snúa aftur til eðlilegs lífs ef til skilnaðar kemur og sagði að hann ætti ekki nokkurn möguleika á því. „Óháð því hversu ósátt þau eru þá sér hirðin um málin. Þau bíða þar til það er búið að ná stjórn á ástandinu. Nú er það virðing og kurteisi sem stýrir þessu. Hún hefur valið Bandaríkin, fasteign þar og tvö börn. Hún hefur hann. Það er erfitt fyrir hann að sleppa, hann er fangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti