fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Enn versnar ástandið á Indlandi – Lík brennd á bálköstum eftir fjöldaútfarir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 05:36

Líkbrennslur eru nú ekki einskorðaðar við afmörkuð svæði eins og þessi heldur eiga þær sé einnig stað á götum úti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið af völdum kórónuveirufaraldursins fer sífellt versnandi á Indlandi.  Í gær greindust tæplega 353.000 smit og er það nýtt met hvað varðar fjölda smita á einum sólarhring. Í Nýju Delí og fleiri stórborgum eru lík nú brennd á bráðabirgðabálköstum eftir fjöldaútfarir sem fara fram í miklum flýti.

Sjónvarpsstöðin NDTV sýndi í gær myndir frá Bihar þar sem lík sáust dregin eftir jörðinni þegar þau voru flutt til brennslu. Ástæðan er að skortur er á börum. „Hjarta mitt grætur fyrir alla ættingja mína og vini i Nýju Delí. Þegar maður hefur verið viðstaddur líkbrennslu losnar maður aldrei við lyktina af látinni manneskju,“ sagði Vipin Narang, prófessor í stjórnmálafræði við MIT í Boston í Bandaríkjunum.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur hvatt íbúa landsins til að láta bólusetja sig.

Mikill skortur er á sjúkrarýmum, lyfjum og súrefni. Mörg lönd, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og Þýskaland, hafa heitið að senda aðstoð til Indlands.

Mörg sjúkrahús eru yfirfull og verða að vísa sjúklingum frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Í gær

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“