fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Evrópskir glæpamenn hafa grætt þúsundir milljarða í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 13:20

50 evrutrikkið er mikið notað á Spáni þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar og sala á kókaíni eru aðaltekjulindir skipulagðra evrópskra glæpasamtaka þessi misserin. Með auknu og betra samstarfi á milli aðildarríkja ESB á að reyna að hemja skipulagða glæpastarfsemi.

Álfan er komin að þolmörkum hvað varðar skipulagða glæpastarfsemi. Þetta segir í nýrri skýrslu Evrópulögreglunnar Europol um stöðu mála hvað varðar alvarlegustu afbrotin í álfunni. Skýrsla af þessu tagi er gefin út fjórða hvert ár og er lögð til grundvallar aðgerðum ESB gegn skipulögðum glæpasamtökum.

Fram kemur að heimsfaraldurinn hafi fært glæpamönnum mikinn ávinning en einnig hefur sala á kókaíni verði ábatasöm. Europol segir að skipulögð glæpasamtök hafi haft sem svarar til um 20.000 milljarða íslenskra króna í tekjur af starfsemi sinni 2019. Þetta svarar til 1% af vergri þjóðarframleiðslu allra aðildarríkja ESB.

„Þetta eru peningar sem við hefðum getað notað í sjúkrahúsin okkar í heimsfaraldrinum, í bóluefni og til að jafna okkur,“ sagði Ylva Johansson, sem fer með innri málefni ESB í Framkvæmdastjórn þess, þegar skýrslan var kynnt.

Catherine De Bolle, yfirmaður Europol, sagði að glæpastarfsemin sé orðin þannig á mörgum sviðum að Evrópa sé við „þolmörk þess sem hægt er að ráða við“ hvað varðar að halda aftur af starfsemi glæpasamtaka. „Glæpamenn voru mjög snöggir til að nýta sér heimsfaraldurinn, spila inn á ótta fólks og áhyggjur,“ sagði De Bolle.

Glæpamenn hafa nýtt sér faraldurinn til að selja fölsuð sýni, lélegan öryggisbúnað, fölsk bóluefni og ekki síst hafa þau verið iðin við að notfæra sér þær stuðningsaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til við atvinnulífið og almenning og hafa svikið háar fjárhæðir út með þeim hætti.

Europol segir að sala á kókaíni verði sífellt stærra vandamál í álfunni. Segir stofnunin að um 40% af glæpagengjunum selji kókaín en framleiði einnig fíkniefni sem sé sérstaklega beint að ungu fólki. Meðal þessara glæpagengja eru kínversk gengi, gengi innflytjenda og svokölluð mótorhjólagengi og ítalskar mafíur.

Glæpagengin starfa oft í skjóli löglegra fyrirtækja og dæmi eru um að liðsmenn glæpasamtaka laumi sér inn í heiðarleg og lögleg fyrirtæki og hafi þannig opnað leið fyrir að líta vel út út á við og til að hvítþvo peninga. Yfirvöldum hefur tekist að rekja flóknar slóðir slíkra fyrirtækja þar sem mikið hefur verið lagt í að leyna þeirri ólöglegu starfsemi sem fór fram og lá slóðin oft um allan heim.

Í skýrslunni er einnig bent á vaxandi vandamál vegna þjófagengja sem eru á faraldsfæti. Þau ferðast á milli landa, gista á hótelum eða tjaldsvæðum og stunda innbrot og þjófnaði af krafti áður en þau flytja sig um set.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur