fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Erdogan vill gera risaskipaskurð – Tekur ekki létt á efasemdum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 18:30

Skipaskurðurinn á að liggja meðfram Istanbúl. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, er stórhuga og framkvæmdaglaður. Á þeim 18 árum sem hann hefur verið við völd í Tyrklandi er búið að byggja risaflugvöll í Istanbúl, ný bílagögn undir Bosporussund og stóra hengibrú á milli Asíu og Evrópu en Tyrkland er í báðum heimsálfunum. En stærsti draumur hans er að skipaskurður verði gerður frá Miðjarðarhafi yfir í Svartahaf en hann á að verða stærri en Súesskurðurinn. 100 aðmírálar á eftirlaunum hafa viðrað efasemdir um þessar fyrirætlanir og því hefur Erdogan ekki tekið vel.

Gagnrýnendur forsetans hafa sakað hann um framkvæmdagleði sem sé aðeins ætlað að verða minnisvarði um hann til allrar framtíðar. En risaverkefnin hafa almennt verið vinsæl meðal almennings en ekkert þeirra hefur þó komist í hálfkvisti við fyrirætlunina um nýja skipaskurðinn sem á að heita Istanbúlskipaskurðurinn. Hann á að tryggja siglingar á milli Svartahafs og Marmarahafs og þar með Miðjarðarhafs. „Eitt stærsta verkefni aldarinnar. Það mun verða stærra en bæði Panama- og Súesskurðirnir,“ sagði Erdogan þegar hann kynnti hugmyndina í fyrsta sinn fyrir tíu árum.

En margir gagnrýna þessar hugmynd. Umhverfisverndarsinnar segja að þetta muni menga ferskvatnsbirgðir íbúa Istanbúl en þeir eru um 15 milljónir. Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Istanbúl og pólitískur andstæðingur Erdogan, segir hugmyndina „klikkun“ því þetta muni gera stóra hluta af Istanbúl að eyju og tefja björgunarstarf þegar öflugur jarðskjálfti, sem reiknað er með að muni ríða yfir svæðið, ríði yfir.

Aðrir velta því fyrir sér hvort Tyrkir hafi efni á svona framkvæmd í miðjum heimsfaraldri og enn aðrir spyrja sig hvort skurðurinn eigi ekki aðallega að þjóna hagsmunum vina og stuðningsmanna Erdogan.

En það sem margir hafa einnar mestar áhyggjur af er að verkefnið gæti dregið úr vægi Montreuzsamþykktarinnar frá 1936. Þetta er alþjóðleg samþykkt sem þrengir heimild annarra ríkja til að senda herskip og önnur stríðstól í gegnum Bosporussund. Ríkin verða að tilkynna Tyrkjum fyrirfram um slíkar siglingar. Margir Tyrkir telja samþykktina mikilvægt verkfæri til að koma í veg fyrir átök í heimshlutanum. Þegar tyrkneska ríkisstjórnin samþykkti áætlunina formlega fyrir nokkrum vikum sendu 100 fyrrverandi aðmírálar frá sér opið bréf þar sem þeir vöruðu við afleiðingunum. Þeir sögðu að allt það sem getur vakið upp efasemdir um Montreuxsamþykktina, sem sé mikilvæg til að tryggja fullveldi Tyrklands, eigi að forðast.

Erdogan hefur ekki tekið þessari gagnrýni vel og hefur gefið í skyn að hér sé um hluta af samsæri gegn ríkinu að ræða. Að minnsta kosti 10 af aðmírálunum hafa í kjölfarið verið sakaðir um að hafa brotið gegn öryggi ríkisins og minnir þetta á ásakanir þær sem voru settar fram á hendur mörgum í kjölfar valdaránstilraunarinnar 2016. Búið er að sleppa aðmírálunum úr haldi en þeir mega ekki yfirgefa heimabæi sína eða fara til útlanda.

Istanbúlskurðurinn verður 45 km langur og 25 metra djúpur ef af framkvæmd hans verður. Kostnaðurinn er áætlaður um 10 milljarðar dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn