fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

2,5 milljarðar T-rex risaeðla lifðu á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 07:30

T rex á veiðum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

T-rex risaeðlurnar voru líklegast mjög grimmar enda kjötætur en þær átu líka hræ. Þetta er að minnsta kosti álit vísindamanna. Þær komu mikið við sögu í kvikmyndunum um Jurassic Park og voru þar ekki mjög vinsamlegar. Nú hafa vísindamenn reiknað út að á meðan risaeðlurnar réðu lögum og lofum hér á jörðinni hafi 127.000 kynslóðir T-rex lifað og að fjöldi dýranna hafi verið 2,5 milljarðar í gegnum tíðina.

Eins og kunnugt er réðu risaeðlur lögum og lofum hér á jörðinni fyrir milljónum ára eða allt þar til risastór loftsteinn skall á jörðinni og útrýmdi þeim. Það var til þess að við mennirnir komum síðar fram á sjónarsviðið en við hefðum líklegast ekki átt möguleika á að dafna sem tegund ef risaeðlurnar væru enn til.

Vísindamenn við University of CaliforniaBerkeley, reiknuðu nýlega út fjölda T-rex risaeðla og byggðu útreikninga sína á stærð þeirra, kynþroskaaldri og orkuþörf dýranna. Þetta er í fyrsta sinn sem útreikningur af þessu tagi hefur verið gerður.

Niðurstaðan er auðvitað með ákveðnum skekkjumörkum en vísindamennirnir segja að fjöldi dýranna geti hafa verið allt frá 140 milljónum til 42 milljarða en sennilegasta talan er 2,4 milljarðar að þeirra sögn. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur