Eins og kunnugt er réðu risaeðlur lögum og lofum hér á jörðinni fyrir milljónum ára eða allt þar til risastór loftsteinn skall á jörðinni og útrýmdi þeim. Það var til þess að við mennirnir komum síðar fram á sjónarsviðið en við hefðum líklegast ekki átt möguleika á að dafna sem tegund ef risaeðlurnar væru enn til.
Vísindamenn við University of California, Berkeley, reiknuðu nýlega út fjölda T-rex risaeðla og byggðu útreikninga sína á stærð þeirra, kynþroskaaldri og orkuþörf dýranna. Þetta er í fyrsta sinn sem útreikningur af þessu tagi hefur verið gerður.
Niðurstaðan er auðvitað með ákveðnum skekkjumörkum en vísindamennirnir segja að fjöldi dýranna geti hafa verið allt frá 140 milljónum til 42 milljarða en sennilegasta talan er 2,4 milljarðar að þeirra sögn. The Guardian skýrir frá þessu.