Systkinunum var komið fyrir hjá Smith eftir að móðir þeirra var handtekin í kjölfar þess að í blóði allra systkinanna höfðu fundist leifar af sterkum fíkniefnum.
Þegar lögreglan rannsakaði heimili Smith sáu lögreglumenn að búið var að klippa bút af gólfteppinu í herbergi Taryn. Smith sagði að Taryn hefði kastað upp á teppið og ekki hefði reynst unnt að fjarlægja blettinn með þrifum og því hafi hún klippt bút úr teppinu. Lögreglumenn fundu einnig lítinn blóðblett úr Taryn fyrir tilviljun. Þetta varð til þess að lögreglan útvíkkaði rannsókn sína og fljótlega fannst lík Taryn í bíl sem var í bílskúr Smith.
Það var því blóðbletturinn sem kom lögreglunni á sporið og lík Taryn fannst. Lögreglan telur að Taryn hafi verið myrt en er ekki viss um að Smith hafi myrt hana. Lögreglan telur þó víst að hún viti eitthvað um málið og hefur hún verið kærð fyrir að hafa ekki tilkynnt um lát stúlkunnar og/eða aðild að morði hennar og að hafa spillt sönnunargögnum.
Smith var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.
Systkini Taryn hafa ekki skilað sér en bæði hafa verið í sambandi við lögregluna og ættingja sína og amar ekkert að þeim.