fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

„Ég vaknaði handa- og fótalaus“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 05:05

Wendy Wallace.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún var móðir þriggja unglinga og hafði því í nógu að snúast alla daga og því var ekki skrýtið að stundum væri hún mjög þreytt í dagslok. En Wendy Wallace var vön að komast í gegnum daginn og gera það sem þurfti að gera. Eiginmaðurinn hennar, Mike, vann mikið og því lenti megnið af heimilisstörfunum á henni.

„Dag einn vaknaði ég og var þreyttari en venjulega,“ sagði Wendy í samtali við That‘s Life. Hún hélt að hún væri komin með slæma inflúensu og hafði ekki minnsta grun um að hún var að hefja erfiðustu baráttu lífs síns. Baráttu sem hún rétt svo lifði af, baráttu sem kostaði hana bæði hendur og fætur.

Mike hafði miklar áhyggjur af „flensueinkennum“ hennar og fóru áhyggjur hans vaxandi. „Ég fann fyrir undarlegum verk í vinstra fæti. Ég var þreytt og með verki og eyddi næstu dögum í rúminu,“ sagði hún. Mike krafðist þess að hún færi á sjúkrahús og eftir nokkra daga féllst hún á það.

„Þegar við vorum hálfnuð á leiðinni þangað byrjaði ég að eiga erfitt með andardrátt og Mike stöðvaði bílinn. „Við þurfum að fá sjúkrabíl,“ sagði hann. Þegar sjúkraflutningamennirnir komu settu þeir súrefnisgrímu á mig og síðan varð allt svart,“ sagði Wendy.

Þegar hún vaknaði aftur var hún komin á sjúkrahúsið og þar færðu læknar henni skelfileg tíðindi. „Ef þú vilt lifa af, verðum við að taka fætur og hendur af þér.“

„Ég leit á hendurnar en mjúka og föla húðin, sem ég var vön að sjá, var ekki þar lengur. Þær voru svartar og brunnar og gjörbreyttar. Hvað val hafði ég? Ég kinkaði kolli til læknanna og missti aftur meðvitund,“ sagði hún.

Hún komst til meðvitundar þremur vikum síðar og var fjölskylda hennar þá við sjúkrabeð hennar. „Ég opnaði augun og sá óttann og léttinn í augum þeirra. Síðan leit ég á umbúðirnar sem voru á öllum útlimunum. Þetta var ekki bara hræðileg martröð. Hendur og fætur voru horfnir. Ég var með rör í hálsinum svo ég gat ekki talað. Í staðinn lokaði ég augunum og fór með bæn. Ég skildi ekki enn til fulls hvað hafði gerst en ég var þakklát fyrir að vera á lífi.“

Wendy er bjartsýn og einblínir á það jákvæða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hélt að það væri inflúensa sem hefði farið svona illa með hana en svo var ekki. Það var kjötétandi baktería sem hafði ráðist á líkama hennar og eyðilagt hendur og fætur. Til að reyna að bjarga líf hennar urðu læknar að taka hendur og fætur af henni en þeir töldu að samt sem áður væru aðeins eitt prósent líkur á að hún myndi lifa af. En kraftaverkið gerðist og Wendy lifði af.

Hún var á endurhæfingarmiðstöð í marga mánuði áður en hún gat flutt heim aftur. Þar lærði hún inn á breyttan líkama sinn. „Það var ekki auðvelt að venjast nýja lífinu. Ég hef alltaf verið mjög sjálfstæð en nú þarf ég að treysta á Mike. Hann þarf að mata mig, baða mig og hjálpa mér á klósettinu,“ sagði Wendy.

En Wendy fylltist aldrei svartsýni og einblíndi á það góða í lífinu. „Það er ótrúlegt að hugsa um hversu margt ég get, frekar en að hugsa um það sem ég get ekki. Á þeim tíu árum sem eru liðin síðan ég veiktist hef ég prófað að gera keramik, mála og meira að segja vera farþegi á mótorhjóli. Ég vil hjálpa öðrum með að segja sögu mína. Þrátt fyrir að bakterían hafi kannski stolið höndum mínum og fótum ætla ég ekki að leyfa henni að stela lífi mínu,“ sagði Wendy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi