fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Drakk fjórar dósir af orkudrykkjum á dag í tvö ár – Endaði með hjartabilun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 21:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 árs gamall breskur háskólanemi endaði á gjörgæsludeild eftir að hann varð fyrir hjartabilun í kjölfar mikillar neyslu á orkudrykkjum. Hann drakk fjóra orkudrykki á dag í tvö ár. Hann lá á sjúkrahúsi í 58 daga.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að maðurinn hafi drukkið fjóra hálfslítra orkudrykki á dag í tvö ár. Þetta endaði með hjartabilun og hann gat ekki lokið háskólanámi sínu. Skýrt er frá málinu í vísindaritinu British Medical Journal.

Áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði hann í fjóra mánuði glímt við öndunarörðugleika og mikið þyngdartap. Hann lá á sjúkrahúsi í 58 daga, þar af um hríð á gjörgæsludeild. Læknar íhuguðu að senda hann í líffæraígræðslu því bæði hjarta og nýru höfðu skaddast.

Maðurinn átti sér enga aðra sjúkdómssögu. Orkudrykkirnir sem hann drakk daglega innihéldu 160 grömm af koffíni hver dós.

Í greininni í British Medical Journal er haft eftir honum að hann hafi glímt við sársaukafull fráhvarfseinkenni þegar hann drakk ekki orkudrykki og sagðist hann vilja sjá betri viðvaranir á umbúðum þeirra. Hann sagði að neyslan hafi valdið því að hann átti erfitt með einbeitingu, bæði hvað varðar daglegt líf og nám. Hann sagðist einnig oft hafa fengið mikinn höfuðverk og það hafi haft mjög neikvæð áhrif á daglegt líf hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti