Samkvæmt frétt Independent þá greindust 47 farþegar með veiruna á meðan þeir voru í sóttkví eftir komuna til Hong Kong. Í raun er ekki vitað hvort farþegarnir smituðust um borð í vélinni, hvort einn þeirra smitaði 46, eða hvort þeir voru smitaðir áður en lagt var af stað. En fyrir liggur að áður en farþegarnir fengu að stíga um borð í vélina í Nýju Delí urðu þeir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku og mátti hún ekki vera eldri en 72 klukkustunda en ekki er útilokað að þeir hafi verið smitaðir þrátt fyrir það.
Í Hong Kong verða ferðamenn að fara í sóttkví í 14 eða 21 dag og í sýnatöku á meðan á sóttkví stendur.