fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

47 smituðust af kórónuveirunni í sama áætlunarfluginu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska flugfélagið Vistara á nú leiðinlegt met, eitthvað sem forsvarsmenn þess vilja eflaust ekki hafa hátt um. Vél félagsins flaug þann 4. apríl frá Nýju Delí til Hong Kong og setti þá leiðinlegt met hvað varðar fjölda farþega sem smitast af kórónuveirunni í einni flugferð.

Samkvæmt frétt Independent þá greindust 47 farþegar með veiruna á meðan þeir voru í sóttkví eftir komuna til Hong Kong. Í raun er ekki vitað hvort farþegarnir smituðust um borð í vélinni, hvort einn þeirra smitaði 46, eða hvort þeir voru smitaðir áður en lagt var af stað. En fyrir liggur að áður en farþegarnir fengu að stíga um borð í vélina í Nýju Delí urðu þeir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku og mátti hún ekki vera eldri en 72 klukkustunda en ekki er útilokað að þeir hafi verið smitaðir þrátt fyrir það.

Í Hong Kong verða ferðamenn að fara í sóttkví í 14 eða 21 dag og í sýnatöku á meðan á sóttkví stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“