fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Svört spá – Miklar ógnir steðja að heimsbyggðinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 23:00

Það bætist sífellt við geimruslið sem er á braut um jörðina. Mynd:William Anders/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu bandarískra leyniþjónustustofnana um hættuna sem steðjar að Bandaríkjunum er dregin upp ófögur mynd af stöðu heimsmála og er heimsfaraldur kórónuveirunnar þá undanskilin þessu hættumati.

Skýrslan heitir „Annual Threat Assessment of the US Intelligence Community“. Í henni kemur fram að heimsbyggðin standi frammi fyrir nokkrum árum þar sem ástandið í heimsmálum verður ótryggt. Þau munu bjóða upp á valdabaráttu ríkja heims, loftslagsbreytingar og endalausa tækniþróun eftir því sem segir í skýrslunni.

Bandarísk yfirvöld telja að mestu ógnirnar stafi frá Kína, Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Kína er stór keppinautur á alþjóðasviðinu hvað varðar efnahag, her og tækni. Íran er metið sem óútreiknanlegt land. Norður-Kórea er flokkuð sem niðurrifsafl á alþjóðavísu og Rússar eru sagðir ætla að halda áfram að reyna að grafa undan Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra með áróðurshernaði, skipulagningu hryðjuverka og hernaði. „Við reiknum með að Moskva muni taka virkan þátt þegar rússneskir hagsmunir eiga í hlut,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn herji nú á okkur er hann að mati leyniþjónustustofnananna dregur hann ekki úr þeim hættum sem leynast í framtíðinni. Segja skýrsluhöfundar að faraldurinn beini athyglinni frá öðrum málum því stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun snúist svo mikið um heimsfaraldurinn þessi misserin.

Auk beinna átaka á milli ríkja heims segja skýrsluhöfundar að landflótta fólk og loftslagsmálin ógni öryggi heimsbyggðarinnar og jafnvægi hennar og það geri sjúkdómar og mannlegar hörmungar af ýmsu tagi einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift