Skýrslan heitir „Annual Threat Assessment of the US Intelligence Community“. Í henni kemur fram að heimsbyggðin standi frammi fyrir nokkrum árum þar sem ástandið í heimsmálum verður ótryggt. Þau munu bjóða upp á valdabaráttu ríkja heims, loftslagsbreytingar og endalausa tækniþróun eftir því sem segir í skýrslunni.
Bandarísk yfirvöld telja að mestu ógnirnar stafi frá Kína, Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Kína er stór keppinautur á alþjóðasviðinu hvað varðar efnahag, her og tækni. Íran er metið sem óútreiknanlegt land. Norður-Kórea er flokkuð sem niðurrifsafl á alþjóðavísu og Rússar eru sagðir ætla að halda áfram að reyna að grafa undan Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra með áróðurshernaði, skipulagningu hryðjuverka og hernaði. „Við reiknum með að Moskva muni taka virkan þátt þegar rússneskir hagsmunir eiga í hlut,“ segir meðal annars í skýrslunni.
Today #ODNI released the unclassified Annual Threat Assessment of the U.S. Intelligence Community, view the full report here: https://t.co/F0hhtkv3AM pic.twitter.com/OTjThVZcqZ
— Office of the DNI (@ODNIgov) April 13, 2021
Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn herji nú á okkur er hann að mati leyniþjónustustofnananna dregur hann ekki úr þeim hættum sem leynast í framtíðinni. Segja skýrsluhöfundar að faraldurinn beini athyglinni frá öðrum málum því stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun snúist svo mikið um heimsfaraldurinn þessi misserin.
Auk beinna átaka á milli ríkja heims segja skýrsluhöfundar að landflótta fólk og loftslagsmálin ógni öryggi heimsbyggðarinnar og jafnvægi hennar og það geri sjúkdómar og mannlegar hörmungar af ýmsu tagi einnig.