„Ríddu geit,“ sagði hann við einn gagnrýnanda 2016 en miðað við umfjöllun danskra fjölmiðla hefur Khader greinilega átt erfitt með að þola gagnrýni á störf sín sem þingmaður Íhaldsflokksins (Konservative) og skoðanir sínar. Hann hefur meðal annars sett sig í samband við vinnuveitendur fólks sem vogaði sér að gagnrýna hann.
Berlingske skýrði einnig frá því að Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins, hafi fengið vitneskju um orðfæri og framkomu Khader í garð gagnrýnenda árið 2016 og hafi þá fengið að vita af fyrrnefndum geitaummælum. Einnig fengu fleiri úr forystu flokksins þá sömu upplýsingar um orðanotkun og hótanir Khader.
Poulsen gagnrýndi Khader í síðustu viku og sagði „óásættanlegt“ að hann hefði sett sig í samband við vinnuveitendur fólks sem gagnrýndi hann.
Khader fór í veikindaleyfi þegar málið kom, segist glíma við mikið álag og þarfnist hvíldar.