Afgreiðslu málsins er þó ekki endanlega lokið og á efri deild þingsins eftir að fjalla frekar um það að sögn BBC.
Bannið mun væntanlega hafa áhrif á flug á milli Parísar og borga á borð við Nantes, Lyon og Bordeaux.
Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin að ganga enn lengra og miða við fjögurra klukkustunda ferð í lestum en lét af þeim fyrirætlunum eftir mótmæli frá sumum héruðum landsins og flugfélaginu Air France-KLM.
Frönsku neytendasamtökin UFC-Que Choisir hvöttu ríkisstjórnina til að halda sig við fjögurra klukkustunda viðmiðið og bentu á að að jafnaði losi flugvélar 77 sinnum meira CO2 út í andrúmsloftið á hvern farþega en járnbrautarlestir.