fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fötum fyrir tugi milljóna stolið frá hjálparsamtökum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 23:00

Miklu er stolið úr söfnunargámum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ári hverju er notuðum fatnaði, sem sænsk hjálparsamtök fá gefins, stolið frá þeim. Fötunum er stolið úr söfnunargámum. Um skipulagða glæpastarfsemi er að ræða því stór hluti af fatnaðinum er síðan seldur.

Þetta kemur fram í umfjöllun Sænska ríkisútvarpsins um málið en fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning. Með aðstoð falinna myndavéla og gps-senda tókst þáttagerðarmönnum að hafa uppi á þjófum sem taka þátt í þessari skipulögðu brotastarfsemi.

Árlega gefa Svíar hjálparsamtökum um 40.000 tonn af fatnaði. Í mörgum tilfellum setur fólk fatnaðinn í söfnunargáma hjálparsamtakanna. En fatnaðurinn skilar sér ekki allur til hjálparsamtakanna því þjófar stela mörg þúsund tonnum úr gámunum árlega áður en hjálparsamtökin ná að tæma þá.

Hjálparsamtökin Human Bridge eru þau stærstu í Svíþjóð hvað varðar söfnun á notuðum fatnaði. Samtökin eru með 2.500 söfnunargáma um allt land. Þau telja að 1.500 til 2.000 tonnum sé stolið úr þeim árlega. Samtökin kæra alltaf slíka þjófnaði og á síðasta ári voru kærurnar 350 í Stokkhólmi.

Lögreglan sagði þáttagerðarmönnum að hún viti af þessum þjófnuðum sem séu oft framdir af skipulögðum erlendum glæpasamtökum sem stundi oft einnig aðra afbrotastarfsemi. Sagði lögreglan að þessi glæpasamtök stundi oft afbrot sem vægar refsingar liggi við en á móti komi að með því að stela miklu magni fatnaðar sé hægt að verða sér úti um mikla peninga.

Þegar þáttagerðarmenn stóðu meðlim einna glæpasamtaka að þjófnaði úr gámi neitaði hann að vita hvað þeir væru að tala um og síðan hafði hann í hótunum við þáttagerðarmenn og hótaði þeim meðal annars lífláti.

Mál af þessu tagi hafa einnig komið upp í Danmörku en nýlega handtök lögreglan þar meðlimi glæpagengis sem eru grunað um að hafa stolið 40 tonnum af fatnaði úr söfnunargámum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“