fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Afganskar konur óttast endurkomu Talibana – „Hræðilegir dagar framundan“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 19:00

Afganskar konur og stúlkur eiga ekki allar gott líf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í vikunni að bandarískt herlið verði kallað heim frá Afganistan og verði brottflutningi þess lokið fyrir 11. september en þá verða 20 ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða í Afganistan. Bandalagsþjóðir Bandaríkjanna munu einnig kalla herlið sín frá Afganistan. Þetta mun hafa mikil áhrif í Afganistan og telja margir líklegt að brotthvarf alþjóðaherliðsins þýði að Talibanar komist aftur til valda. Það veldur afgönskum konum miklum áhyggjum enda Talibanar þekktir fyrir allt annað en að vera stuðningsmenn frjálslyndis og kvenréttinda.

Afganar óttast nú að átök á milli stjórnarhersins og Talibana muni harðna til muna þegar þeir síðarnefndu reyni að ná landinu á sitt vald eftir brotthvarf alþjóðahersins.

Á síðustu mánuðum hefur ofbeldisverkum gegn óbreyttum borgurum fjölgað mikið í landinu og þá sérstaklega þeim sem beinast gegn konum og börnum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar birtu á miðvikudaginn. Einnig kemur fram að Talibanar ráði nú yfir stærri hluta landsins en þeir hafa gert síðustu tvo áratugi.

Ef Talibanar komast til valda mun það hafa í för með sér að réttindi kvenna verða skert mikið en á yfirráðasvæðum stjórnarinnar í Kabúl geta þær sótt sér menntun og litlar stúlkur fá að ganga í skóla. Það er Talibönum ekki að skapi. Þeir leyfa konum heldur ekki að vinna og eiga þær að halda sig heima og vera undirgefnar eiginmönnum sínum.

Í umfjöllun The Guardian er bent á að ekki sé öruggt að Talibanar nái völdum og að þeir hafi gefið í skyn að ef þeir komist til valda muni þeir hugsanlega verða sveigjanlegri en áður hvað varðar menntun kvenna. En hugsanlega eru þetta bara ummæli sem voru látin falla til að reyna að auka stuðning við hreyfingu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð