fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Gerði sér upp litla greind til að sleppa við þungan dóm – Þar með hófst sex ára martröð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. apríl 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir misheppnað rán 2014 vildi Daninn Mikael Juncker Sørensen sleppa við að lenda í fangelsi. Hann greip því til þess ráðs að gera sér upp mjög litla greind þegar hann var sendur í geðrannsókn. En óhætt er að segja að þessi áætlun hans hafi heldur betur sprungið í andlitið á honum og orðið honum dýrkeypt.

Hann var sendur í geðrannsókn 2015 og átti síðan þungan dóm yfir höfði sér vegna ránstilraunarinnar. Hann ákvað því að þykjast vera frekar illa gefinn þegar hann fór í geðrannsókn. „Ég fékk að vita að það væri nánast útilokað að svindla en það get ég ekki tekið undir,“ hefur Danska ríkisútvarpið eftir honum. Hann vonaðist til að verða dæmdur til að fara í meðferð og sleppa við fangelsi vegna greindarskorts.

„Ég rakaði mig ekki mánuðum saman, fór ekki í klippingu, var í gömlum fötum og í sandölum þegar ég mætti. Ég gerði þetta öfgakennt,“ sagði hann um geðrannsóknina. Þar bandaði hann ímynduðum flugum frá sér og þegar hann átti að muna eftir fimm tölum nefndi hann aðeins tvær.

Allt gekk eftir áætlun og greindarvísitala hans var metin 58 en eðlileg greindarvísitala er um 100. Hann var því metinn „vægt andlega þroskaheftur“.

En þá kom babb í bátinn því í staðinn fyrir að vera dæmdur í meðferð var hann dæmdur til ótímabundinnar vistunar á stofnun fyrir mikið andlega fatlað fólk. „Þetta var mjög, mjög heimskulegt. Þetta er örugglega það heimskulegasta sem ég hef nokkru sinni gert,“ sagði hann.

Í fyrstu var hann vistaður á stofnun í Holstebro en virti ekki reglur um útivistarleyfi og var því fluttur til Kofoedsminde á Lálandi en þar eina öryggisstofnunin fyrir þroskahefta afbrotamenn. „Það fyrsta sem ég sá var stór maður í ballerínupilsi. Ég hugsaði, hvað er ég búinn að koma mér í?“ sagði hann.

Starfsfólk fór að efast um að hann væri þroskaheftur og þegar ný rannsókn var gerð 2016 var niðurstaðan að hann væri ekki þroskaheftur. Hann glímir þó við margvísleg vandamál, meðal annars hvað varðar talmál og greind hans er metin mismunandi eftir sviðum. Hann er góður í höndunum og getur tekist á við ýmislegt í höndum og tengdu stærðfræði en ef hann á að segja eitthvað um óþekkt orð kemst hann í vanda.

En þessi rannsókn breytti engu um stöðu hans því það er aðeins dómstóll sem getur breytt dómum sem hafa verið kveðnir upp og ekki er heimild fyrir að senda fólk í nýja geðrannsókn nema það hafi framið afbrot á nýjan leik. Þetta leysti Mikael með því að stela tveimur módelskipum. Í október 2019 ákvað Vestri-Landsréttur að hann skyldi fara í geðrannsókn vegna þess máls og niðurstaðan lá fyrir á síðasta ári. „Ekki þroskaheftur,“ var hún.

Vestri-Landsréttur tók mál hans fyrir nýlega og felldi fyrri dóminn úr gildi og er Mikael því frjáls maður í dag eftir sex ára dvöl á stofnun fyrir þroskahefta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn