fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 17:00

Kenískt barn með malaríu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færist sífellt í vöxt í Afríku að malaría sé ónæm fyrir lyfjum. Um er að ræða stökkbreytt afbrigði af malaríusníkjudýrinu sem eru að ná sífellt betri fótfestu í álfunni en þessi stökkbreyttu afbrigði eru ónæm fyrir lyfjum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt í vísindaritinu The Lancet í gær.

Sérfræðingar hafa lengi haft áhyggjur af afleiðingum þess fyrir álfuna ef afbrigði, ónæm fyrir lyfjum, myndu þróast. Áhyggjur þeirra stafa ekki síst af þeirri staðreynd að 90% þeirra 400.000 sem létust úr malaríu 2019 voru Afríkubúar.

Malaría er bráður smitsjúkdómur sem sníkjudýrið plasmodium falciparum veldur en það berst í fólk með mýflugum.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að veikindi barna vörðu lengur ef þau voru smituð af stökkbreyttum afbrigðum sníkjudýrsins. Rúmlega 200 börn á aldrinum sex mánaða til fimm ára tóku þátt í rannsókninni. Þau fengu öll hefðbundna þriggja daga meðferð við smiti og síðan var fylgst með þeim í 28 daga. Þá voru 15% þeirra enn með sníkjudýr í líkamanum en það er merki um ónæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Í gær

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð