Stóllinn er útskorinn og er frá tíma Qingættarinnar sem réði ríkjum í Kína frá 1644 til 1912. Talið er að stóllinn sé frá nítjándu öld. Hann var seldur á netuppboði sem lauk á mánudaginn. Um klukkan 21.30 vonuðust áhugasamir kaupendur eflaust eftir því að fá stólinn fyrir lítið en þá stóð hæsta boð í 11.000 dönskum krónum. En þá komst gangur í hlutina. Klukkan 21.43 var hæsta boðið 100.000 krónur og tveimur mínútum síðar 200.000 krónur. Næstu tíu mínútur var hörð barátta um stólinn og lauk henni klukkan 22 þegar hann var sleginn hæstbjóðanda á 1,7 milljónir danskra króna. Við þess upphæð bætist þóknun upp á 25% til uppboðshússins.