Ummæli Gao eru sjaldgæf í kínversku ljósi því ráðamenn og embættismenn þar í landi játa sjaldan að eitthvað sé ekki gott. En Gao viðurkenndi að kínversku bóluefnin séu ekki nægilega góð og að úrbóta sé þörf.
Kínverjar hafa verið í forystusæti hvað varðar þróun bóluefna gegn kórónuveirunni og dreifingu þeirra til ríkja um allan heim, þar á meðal til Indónesíu, Simbabve, Tyrklands og Brasilíu.
„Rúmlega 60 ríki hafa heimilað notkun kínverskra bóluefna. Öryggi þeirra og virkni er almennt viðurkennd af mörgum ríkjum,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra í mars.
En það hversu litla vernd kínversku bóluefnin veita gegn veirunni gæti dregið úr áreiðanleika og trúverðugleika herferðar Kínverja við útbreiðslu bóluefna sinna.
Þau tvö kínversku lyfjafyrirtæki sem sjá heiminum fyrir megninu af kínversku bóluefnunum hafa ekki birt niðurstöður um klínískar tilraunir með þau í vísindaritum eða um virkni þeirra. En miðað við það sem fyrirtækin segja þá er virkni þeirra mun minni en annarra bóluefna.