Samkvæmt því sem segir í umfjöllun The Guardian er líklegt að bærinn hafi orðið fórnarlamb algóritma Facebook en bærinn heitir Ville de Bitche á frönsku. Algóritminn hafi talið að enska orðið „bitch“ (tík) kæmi fyrir á síðunni og því hafi henni verið eytt þann 19. mars. Ekki reyndist unnt að opna hana aftur fyrr en nú í vikunni. Facebook segir að um kerfisvillu hafi verið að ræða og því hafi síðunni verið eytt.
Benoit Kieffer segir í tilkynningu að hann hafi fengið tilkynningu í mars frá Facebook um að síðunni hefði verið lokað: „19. mars tilkynnti Facebook okkur að síðan okkar, Ville de Bitche“ væri ekki lengur til vegna þess að hún „stríddi gegn reglum um síður á Facebook“. Bæjarnafnið leið sem sagt fyrir lélega þýðingu.“
Hann segir einnig að það sé undarlegt hversu langan tíma það tók Facebook að átta sig á mistökunum og opna síðuna á nýjan leik.
BBC segir að bærinn Rohrbach-lés-Bitche, sem er í sama landshluta og Ville de Bitche, hafi á mánudaginn breytt nafni Facebooksíðu sinnar í Ville de Rohrback til að forðast sömu örlög og nágrannabærinn.
Valérie Degouy, almannatengill Ville de Bitche, segir að vandamálin hafi hafist 2016 þegar hún reyndi að opna Facebooksíðu fyrir bæinn en í hvert sinn sem hún skrifaði Bitche var orðinu eytt. Hún varð því að kalla síðuna Ville Fortifiée. Hún gat síðan breytt nafninu síðar.