Rannsóknin er byggð á 496 kórónuveirusmituðum einstaklingum sem lágu á breskum sjúkrahúsum í nóvember og desember á síðasta ári. Vísindamenn báru veikindi þeirra saman við sjúklinga sem voru smitaðir af öðrum afbrigðum veirunnar. Þeir fundu engan mun á hættunni á erfiðum veikindum, dauða eða öðru tengdu veikindum.
Niðurstaða vísindamannanna staðfestir það sem breskir vísindamenn hafa áður komist að um breska afbrigðið, að það er 40 til 70% meira smitandi en önnur ráðandi afbrigði veirunnar.